Persónulegur aðstoðarmaður óskast/Personal assistant is needed

(English below)

Starfslýsing:

Ég óska eftir persónulegum aðstoðarmanni sem hefur áhuga á að aðstoða mig við athafnir daglegs lífs.

Fjölbreyttum verkum þarf að sinna m.a. að aðstoða mig í skóla, þar sem ég er að hefja háskólanám á nýjan leik í haust.

Unnið er eftir hugmyndafræðinni um sjálfstætt líf.

Ég er hreyfihamlaður og notast við rafknúinn hjólastól. Ég er búsettur í Reykjavík.

Hæfniskröfur:

Persónulegur aðstoðarmaður þarf að vera traustur, viðsýnn, heiðarlegur, reglusamur, reyklaus, sveigjanlegur í starfi, stundvís, hæfur í mannlegum samskiptum, hafa ríka þjónustulund og eiga gott með að fara eftir leiðsögn.

Annað:

· Hreint sakavottorð er skilyrði

Nánar >>

Umsóknarfrestur

16. ágúst

Tekið við umsóknum á

PA-teymi@simnet.isNánar >>

Waldorfskólinn í Lækjarbotnum óskar eftir stærðfræðikennara fyrir unglingastig

Waldorfskólinn í Lækjarbotnum óskar eftir stærðfræðikennara fyrir unglingastig í hlutastarf.

Kennt er á mánudögum og bætast svo við þrjár mánaðarlotur sem dreifast yfir veturinn. 

Í Lækjarbotnum er boðið upp á samfellt skólastig 2-16 ára barna og byggir starfið á uppeldisfræði Rudolfs Steiner. Jöfn áhersla er lögð á verklegt, listrænt og bóklegt nám. Unnið er samkvæmt flatri stjórnun þar sem starfsmannaráð ber ábyrgð á rekstri og innra starfi skólanna.

Í skólunum eru um 100 börn við leik og störf.

Skólinn er staðsettur 10 km austur af Árbæ í fallegum dal með ævintýralegu umhverfi.

Æskilegt er að umsækjandi hafi reynslu eða menntun í Waldorf uppeldisfræðum. Gerðar eru kröfur um að umsækjandi hafi fullt vald á íslenskri tungu.

Umsóknir sendist á gjaldkeri@waldorfskolinn.is  

Nánar >>

Umsóknarfrestur

1. ágúst

Tekið við umsóknum á

gjaldkeri@waldorfskolinn.isNánar >>

Þjónustufulltrúi

Þjónusta fyrirtækisins byggir á því að sjá fyrirtækjum á höfuborgarsvæðinu fyrir hádegismat í samstarfi við veitingahús. Þjónustufulltrúi ber ábyrgð á að setja upp akstursplan dagsins, sækja og fara me...

Uppsetningastjóri

Billboard leitar að konu uppsetninga í framtíðarstarf hjá fyrirtækinu.Í starfinu felst að:* Vera leiðtogi í uppsetningu auglýsinga í biðskýlum strætisvagna* Viðhald og rekstur á biðskýlum* Önnur tilfal...